Uppfinningaverkstæði fyrir þig á vesturhjara veraldar







Vertu velkomin/n í Fab Lab.

Fab Lab er stafræn smiðja sem er opin öllum. Hvort sem þú vilt búa til byltingarkennda uppfinningu, kappakstursbíl, húsgagn, skartgrip eða annað þá geturðu gert það hér!

Opið hús!

Opið hús fyrir almenning er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15 til 19. Kíktu í kaffi! Við erum með kósýhorn þar sem er gott að staldra við og spjalla um daginn og veginn, og finna út hvernig er best að smíða hlutina.

Hvað er Fab Lab?

Fab Lab stendur fyrir Fabrication Laboratory og á rætur sínar að rekja til námskeiðs við MIT sem heitir How to Make (Almost) Anything. Hér segir upphafsmaðurinn Neil Gershenfeld frá hugsjóninni að baki Fab Lab (pínulitli vefþjónninn sem hann talar um í byrjun heitir núna the Internet of Things og er úti um allt). Í Fab Lab smiðjunni færðu tækifæri til að kynnast stafrænni framleiðslutækni. Það þýðir að þú sest niður og teiknar það sem þig vantar í tölvu og setur hlutinn síðan í framleiðslu. Þegar tölvustýrða tækið er búið að vinna, þá snyrtir þú hlutinn og setur saman. Oft er hægt að byggja samsetningar inn í hlutinn og sleppa við skrúfur og aðrar festingar. Ef hluturinn virkar ekki þá gerirðu breytingar og býrð til annan. Ef fleiri en þú vilja nota hlutinn þá er hægt að setja teikninguna þína á netið og framleiða hlutinn í tíu Fab Lab smiðjum á Íslandi og í þúsund öðrum Fab Lab smiðjum um allan heim.

Stuðningsaðilar