Fræsing
Föstudagurinn 8. nóvember 2024 kl. 14:10
Í þessari viku prófar þú að fræsa með tölvustýrðri ShopBot fræsivél.
Matt í IdeaFoundry er búinn að taka allt saman í eitt myndband, svo að verkefni vikunnar er að horfa á það til enda og fræsa skilti eins og hann gerir, með hjálp einhvers sem þekkir ShopBot fræsivélina í smiðjunni þinni.
Það er svolítið snúið að kenna á ShopBot vélina yfir netið, því að uppsetning hennar gæti verið aðeins mismunandi á milli smiðja. Það er best ef þið horfið á myndbandið fyrst og gerið eins og er gert í því. Þá eruð þið búin að teikna skiltið og gera tilbúið í fræsingu áður en þið biðjið einhvern á staðnum hjá ykkur um að sýna ykkur öryggisþættina í kringum vélina og hvernig á að hita upp spindilinn, núllstilla og setja í gang (og munið að kveikja á ryksugunni!). Ef þið skrásetjið það sem þið gerið jafnóðum á heimasíðunum ykkar þá get ég betur aðstoðað ykkur yfir netið.
Doddi sendi mér þetta myndband í Computer Aided Machining vikunni og ég hef enn ekki rekist á yfirgripsmeiri kennslu í fræsingu með ShopBot á netinu. Þetta er upptaka af heilu námskeiði og í því er (nánast) allt sem þið þurfið að vita til að bjarga ykkur og hjálpa öðrum:
Næsta vika
Vika 4: Lokaverkefni