Tæki og aðstaða

Nokkur af stafrænu framleiðslutækjunum sem þú getur komið og lært á hjá okkur:

Laserskeri

Sker út tvívíð form og grefur myndir og texta í ýmis efni.

Efni: Pappír, Pappi, steinn, gler og 3-6 mm plötur af krossviði, MDF og plexigleri.

Snöggur.

Kíktu á instructables.com/workshop/laser-cutting/projects/


Þrívíddarprentari

Prentar þrívíða hluti sem mega vera nánast hvernig sem er í laginu. Mikið frelsi í hönnun.

Efni: PLA plast.

Hægur.

Kíktu á thingiverse.com

Fræsivél

Fræsir form út úr stórum tré- og plastplötum.

Efni: Krossviður, MDF, plast, jafnvel ál (ef mjög varlega er farið).

Meðalhröð.

Kíktu á shopbottools.com/explore/projects

Rafeindaverkstæði

Hér geturðu smíðað hvaða rafeindatæki sem er frá grunni, eða gert við tækin þín.

Efni: Lóðtin, prentplötur, örtölvur og aðrir rafeindaíhlutir.

Kíktu á https://www.instructables.com/circuits/electronics/projects/


Vínylskeri

Sker út vínyllímmiða með mikilli nákvæmni. Límmiðana er t.d. hægt að nota á skilti, glugga, boli og sem stensla.

Efni: Vínylfilma.

Snöggur.

Kíktu á thingiverse.com

Keramikofn

Hitnar upp yfir 1000°C; getur brætt suma málma og bakað keramikhluti.

Ofninn var gerður upp í smiðjunni með Arduino stýringu.

Hægur.

github: FabLabIsafjordur/ceramic_klin_controler

Teikniforritin sem við notum mest eru:

og

Þú þarft að búa til Autodesk reikning til að nota Fusion 360:

https://www.autodesk.com/products/fusion-360/personal