Þrívíð teikning í Fusion 360

Verkefnið snýst um að laserskera hulstur sem bjargar eggi frá 2 m falli.

Við byrjum á að teikna egg og einfalt hulstur utan um það í Fusion 360 eftir leiðbeiningum. Þannig færðu að kynnast helstu skipununum í þrívíddarteikningu. En þetta hulstur dugir ekki til! Síðan gerir þú breytingar á hulstrinu svo að eggið bjargist.

Vertu velkomin/n í heim þrívíddarhönnunar! Hér eru leiðbeiningar til að komast af stað:

Teiknaðu eggið eftir ljósmynd (31 skref)

Teiknaðu hulstur utan um eggið (53 skref)